Áherslur
Hlutverk Ferðaklasans er að efla samvinnu þvert á greinar og hraða mikilvægum breytingum í átt að auknum árangri fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Verkfæri klasans eru verkefni á breiðum grunni en Ferðaklasinn hefur sett þrjár megin áherslur fram og mun beita kröftum sínum í að vinna að verkefnum tengd þeim áherslum.
Lykilstarfsemi
Sjálfbærni
Sjálfbærni er ekki lengur val heldur nauðsyn fyrir öll samfélög og atvinnulíf, þar með talið ferðaþjónustu. Það þarf að skapa jafnvægi milli félagslegra og efnahagslegra þátta án þess að raska náttúruauðlindum. Fjöldi ferðamanna er ekki sérstakt markmið heldur þarf að skoða alla virðiskeðjuna og tryggja ábyrga framkvæmd. Ferðaþjónusta getur stuðlað að sjálfbærni og hjálpað til við að brúa bil milli þjóða og menningar.
Nýsköpun
Nýsköpun er lykill að breytingum og vexti fyrirtækja. Mikilvægt er að innleiða hana á öllum stigum, sérstaklega hjá fyrirtækjum með lengri sögu. Verkfæri Íslenska ferðaklasans hafa reynst ferðaþjónustunni vel og eru sífellt í þróun til að hámarka árangur og verðmætasköpun.
Ferðatækni
Tækni og framfarir eru lykilþættir í samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Mikilvægt er að tengja tæknifyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki saman til að bæta skilvirkni, þjónustu og auka rekstrarlegan ábata.