CE4RT
Hringrásarhagkerfið fyrir nærandi ferðaþjónustu (CE4RT):
Stuðningur við sjálfbæra ferðaþjónustu
Um verkefnið:
Hringrásarhagkerfið fyrir nærandi ferðaþjónustu (CE4RT): Sjálfbærniverkefni fyrir framtíðina
Hringrásarhagkerfið fyrir nærandi ferðaþjónustu (CE4RT) er nýtt alþjóðlegt samstarfsverkefni sem styður við sjálfbæra ferðaþjónustu. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og vinnur með fimm evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, með það að markmiði að efla umhverfisvæna og nærandi ferðaþjónustu í gegnum hringrásarhagkerfisnálgun.
Hvað er CE4RT? CE4RT snýst um að byggja upp ferðaþjónustu sem er ekki bara sjálfbær, heldur líka nærandi fyrir náttúruna, samfélagið og menningu áfangastaðanna. Með því að innleiða hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins leitast fyrirtæki við að lágmarka úrgang, hámarka nýtingu auðlinda og skila virði til samfélaga og umhverfisins.
Markmið verkefnisins:
Styðja 80 ferðaþjónustufyrirtæki í fimm löndum við að innleiða sjálfbærniverkfæri og vottunarferli.
Styðja við fyrirtæki á Íslandi með fjármagn og ráðgjöf til að efla þeirra sjálfbærni.
Auka samvinnu á milli fyrirtækja yfir landamæri með því að deila þekkingu, tækifærum og reynslu í átt að betri framtíð.
Af hverju hringrásarhagkerfi í ferðaþjónustu?
Það býður upp á leið til að tækla loftslagsáskoranir með betri nýtingu á auðlindum.
Hringrásarhagkerfið stuðlar að sjálfbærum rekstri, bæði hvað varðar fjárhagslega og umhverfislega þætti.
Ferðaþjónustuaðilar geta hjálpað til við að varðveita menningarverðmæti og náttúru áfangastaða, auk þess að skapa meiri virðingu fyrir staðbundnum siðum og hefðum.
Ávinningur fyrir fyrirtæki: Fyrirtæki sem taka þátt í CE4RT verkefninu fá aðgang að sérfræðiráðgjöf, vottunarferlum og fjármagni til að styðja við sjálfbæran vöxt. Auk þess geta þau byggt upp öflugt tengslanet innan Evrópu, deilt reynslu og hugmyndum með öðrum fyrirtækjum sem stefna að sömu markmiðum.