Ratsjáin
Ratsjáin er verkfæri ætlaði stjórnendum í ferðaþjónstu og tengdum greinum sem vilja auka hæfni sína og getu í rekstri. Grunnstef og hugmyndafræði Ratsjánnar gengur útá að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið og er framkvæmdaaðili.
Sagan
Ratsjáin var fyrst keyrð í samstarfi Ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar árið 2016 - 2018 en með stuðningi frá Byggðaáætlun frá 2019 - 2021. Í Covid var fyrirkomulagi við framkvæmd Ratsjánnar breytt í þátttöku í gegnum netið og var svæðisbundin en samtengd í senn. Samtök sveitarfélaga komu með fjárhagslegan stuðning við verkefnið á árunum 2021 – 2022 ásamt Markaðsstofum landshlutanna sem sáu um svæðisbundna hluta verkefnisins. Þá samdi Ferðaklasinn við RATA ráðgjöf um samstarf við framkvæmd Ratsjánnar. Hugmyndafræðin að baki Ratsjánnar er það allra mikilvægasta og að þátttakendur kynnist hver öðrum, geti miðlað þekkingu og reynslu sín á milli og myndi með sér samstarf og tengslanet sem þau búa að löngu eftir að verkefninu líkur. Alls hafa yfir 200 fyrirtækjaeigendur og stjórnendur í ferðaþjónustu tekið þátt í Ratsjánni á árunum 2016 – 2022.
2025 – Endurkoma Ratsjárinnar
Næsta verkefni Ratsjárinnar hefst í janúar 2025 og býður upp á spennandi tækifæri fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu sem vilja þróa hæfni sína enn frekar. Með blöndu af vinnustofum á netinu og sérstöku vinnusvæði fá þátttakendur bæði fræðslu og tækifæri til jafningjarýni, ásamt leiðsögn frá sérfræðingum í greininni.
Skráðu þig til leiks fyrir 17. janúar 2025 og vertu hluti af þróun íslenskrar ferðaþjónustu í átt að sjálfbærni og nærandi viðskiptaháttum.
Ratsjáin fer af stað í janúar 2025 – Skráning hafin!
Helstu dagsetningar:
Umsóknarfrestur: 17. janúar 2025
Kynningarfundur (Kick-off): 15. janúar 2025 í Reykjavík á Ferðaþjónustuvikunni
Verkefnið hefst formlega: 28. janúar 2025
Lokaviðburður: 3. apríl 2025 á Akureyri
Hvað bíður þátttakenda?
Fimm lotur með áherslu á sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu.
Aðgangur að sérstöku vinnusvæði á netinu þar sem þátttakendur fá fræðslu og taka þátt í verkefnum.
Vinnustofur á netinu þar sem unnið er með jafningjarýni og umræður í hópum.
Aðgangur að leiðsögn og stuðningi frá sérfræðingum í ferðaþjónustu.
Verð og stuðningur:
Þátttökugjald er aðeins 15.000 krónur á fyrirtæki, og hægt er að nýta starfsmenntasjóði til að mæta kostnaði.
Markmið verkefnisins:
Ratsjáin 2025 leggur áherslu á að efla sjálfbærni í íslenskri ferðaþjónustu í samræmi við stefnu stjórnvalda um að gera Ísland að leiðandi landi í sjálfbærri þróun. Með Ratsjánni gefst fyrirtækjum einstakt tækifæri til að byggja upp þekkingu og hæfni sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og sterkari rekstri.
Hvernig skrái ég mig?
Umsókn er einföld – ýttu HÉR og fylltu út umsóknarformið og tryggðu þér þátttöku fyrir 17. janúar 2025.
Komdu með í ferðalag framtíðarinnar í ferðaþjónustu –
Taktu þátt í Ratsjánni 2025!