Ratsjáin

Ratsjáin er verkfæri ætlaði stjórnendum í ferðaþjónstu og tengdum greinum sem vilja auka hæfni sína og getu í rekstri. Grunnstef og hugmyndafræði Ratsjánnar gengur útá að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið og er framkvæmdaaðili.

Sagan

Ratsjáin var fyrst keyrð í samstarfi Ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar árið 2016 - 2018 en með stuðningi frá Byggðaáætlun frá 2019 - 2021. Í Covid var fyrirkomulagi við framkvæmd Ratsjánnar breytt í þátttöku í gegnum netið og var svæðisbundin en samtengd í senn. Samtök sveitarfélaga komu með fjárhagslegan stuðning við verkefnið á árunum 2021 – 2022 ásamt Markaðsstofum landshlutanna sem sáu um svæðisbundna hluta verkefnisins. Þá samdi Ferðaklasinn við RATA ráðgjöf um samstarf við framkvæmd Ratsjánnar. Hugmyndafræðin að baki Ratsjánnar er það allra mikilvægasta og að þátttakendur kynnist hver öðrum, geti miðlað þekkingu og reynslu sín á milli og myndi með sér samstarf og tengslanet sem þau búa að löngu eftir að verkefninu líkur. Alls hafa yfir 200 fyrirtækjaeigendur og stjórnendur í ferðaþjónustu tekið þátt í Ratsjánni á árunum 2016 – 2022.

Kjarni verkefnisins

Previous
Previous

Hringrásahagkerfið (Circular Economy for Regenerative Tourism – CE4RT)

Next
Next

Start up tourism