STARTUP tourism Iceland

Startup Tourism hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu á Íslandi, með áherslu á sjálfbærni og dreifingu á tækifærum innan og utan höfuðborgarsvæðisins

Um verkefnið:

StartupTourism mun einnig leggja ríka áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd þar sem virðing fyrir íslenskri náttúru og samfélagi er ekki aðeins forsenda fyrir sjálfbærri þróun á Íslandi heldur einnig velgengni og afkomu íslenskrar ferðaþjónustu. StartupTourism mun leggja áherslu á þátttöku sprotafyrirtækja af landsbyggðinni og verður bæði uppsetning hraðalsins og kynningarherferð hans sniðin til þess að mæta þörfum þeirra.
— Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Íslenski Ferðaklasinn

Startup Tourism var upphaflega stofnað árið 2016 sem viðskiptahraðall fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi. Markmið verkefnisins var að efla frumkvöðlastarf innan ferðaþjónustunnar og styðja við ný fyrirtæki með því að veita þeim faglega undirstöðu og aðstoð við að þróa viðskiptahugmyndir sínar. Verkefnið hafði einnig það markmið að dreifa ferðamönnum betur um allt land og styðja við atvinnusköpun utan höfuðborgarsvæðisins, með áherslu á viðskiptaþróun og nýsköpun.

Milli 2016 og 2019 tóku alls 39 fyrirtæki þátt í hraðlinum, og 15 þeirra eru enn starfandi í dag. Verkefnið var í samvinnu við KLAK – Icelandic Startups og var studd af bakhjörlum eins og Isavia, Íslandsbanka, Bláa lóninu og Vodafone.

Staðan í dag: Árið 2024 var Startup Tourism endurvakið í breyttri mynd, með nýrri áherslu á sjálfbærni og stuðning við frumkvöðla af landsbyggðinni. Í ljósi mikilla áskorana og vaxtar ferðaþjónustunnar, sérstaklega með mikilli fjölgun ferðamanna, er hraðallinn mikilvægur vettvangur til að styðja nýsköpun í ferðaþjónustunni.

Tíu teymi hafa verið valin til þátttöku í Startup Tourism viðskiptahraðlinum sem KLAK – Icelandic startups stendur fyrir og hefst 28. október næstkomandi. Hraðlinum er ætlað að styrkja stoðir ferðaþjónustu á Íslandi, efla ný fyrirtæki, fjölga afþreyingarmöguleikum, ýta undir tæknivæðingu í ferðaþjónustu og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.

Í ár bárust umsóknir úr öllum landshlutum og var þá um að ræða hugmyndir um allt frá nýjum áfangastöðum ferðamanna til fjölbreyttra tæknilausna og þjónustuhugmynda.

Bakhjarlar Startup Tourism eru Berjaya Iceland Hotels, Icelandair, N1, Icelandia, Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Faxaflóahafnir, auk þess sem Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism og Íslandsstofa koma að verkefninu sem samstarfsaðilar. 

Previous
Previous

Ratsjáin

Next
Next

Iceland Travel Tech