
Ratsjáin rýkur af stað með fjölda þátttakenda um allt land
Ratsjáin fer af stað í áttunda skiptið með 62 þátttakendum víðsvegar af landinu. Verkefnið leggur áherslu á sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu og er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda fyrir framtíð íslenskrar ferðaþjónustu. Samhliða Ratsjánni hefst einnig samstarf Íslenska ferðaklasans og Háskólans í Reykjavík, þar sem nemendur veita fyrirtækjum sérsniðna sjálfbærniráðgjöf.

The Nordic Regenerative Tourism Conference 2025 Regenerative Tourism – Realism or Wishful Thinking?
Lokaráðstefna NorReg verður haldin á Siglufirði og Hólum. Í dagskránni verður leitast við að veita innsýn inn í forsendur nærandi ferðaþjónustu og tengsl hennar og uppruna í öðrum atvinnugreinum, s.s. landbúnaði og hönnun. Kynnt verða dæmi um starfsemi sem fellur að markmiðum nærandi ferðaþjónustu og rætt um hvernig megi tryggja þá sýn sem þessi nálgun byggir á í mótun atvinnugreinarinnar til framtíðar.

Ferðaþjónustan til móts til nýtt ferðaþjónustuár
Ferðaþjónustan hóf nýtt ár með krafti á árlegri Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, þar sem rædd voru áhrif tækni, gervigreindar og samkeppnishæfni greinarinnar. Nýskipaður ráðherra ferðamála ávarpaði gesti, og niðurstöður viðhorfskönnunar KPMG varpa ljósi á áskoranir og tækifæri ferðaþjónustunnar árið 2025.

Á grunni sjálfbærni og ábyrgrar ferðaþjónustu í nær 100 ár
Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu fór fram í Grósku 15. janúar 2024 og var hluti af Ferðaþjónustuvikunni. Viðburðurinn, sem dró fram áherslur á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð, vakti athygli með verðlaunaafhendingu, kynningum fyrirtækja og sófaspjalli um nærandi ferðaþjónustu.


Ratsjáin fer af stað í janúar 2025 – Skráning hafin!
Ratsjáin fer aftur í gang árið 2025!
Ratsjáin, þróunarverkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu, hefst á ný í janúar 2025. Verkefnið býður upp á fræðslu, jafningjarýni og tengslanet með áherslu á sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu. Skráðu þig til þátttöku fyrir 17. janúar og vertu hluti af framtíð íslenskrar ferðaþjónustu! Umsóknarform: smelltu hér.