NorReg

NorReg byggir á hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu (regenerative tourism), þar sem lögð er áhersla á heildstæða nálgun í stefnumótun og rekstri með það markmið að ferðaþjónusta hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi, samfélag og náttúru. Verkefnið vinnur með litlum og örsmáum ferðaþjónustufyrirtækjum til að þróa verkfæri og vörur sem gera gestum og fyrirtækjum kleift að taka þátt í verndun og endurnýjun samfélagslegra og náttúrulegra auðlinda.

Um verkefnið:

Nærandi ferðaþjónusta (NorReg – Nordic Regenerative Tourism) er samstarfsverkefni fimm Norðurlanda, fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið er leitt af Ólöfu Ýrri Atladóttur fyrir hönd Íslenska ferðaklasans.

NorReg byggir á hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu (regenerative tourism), þar sem lögð er áhersla á heildstæða nálgun í stefnumótun og rekstri með það markmið að ferðaþjónusta hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi, samfélag og náttúru. Verkefnið vinnur með litlum og örsmáum ferðaþjónustufyrirtækjum til að þróa verkfæri og vörur sem gera gestum og fyrirtækjum kleift að taka þátt í verndun og endurnýjun samfélagslegra og náttúrulegra auðlinda.

NorReg leggur áherslu á hvernig lítil fyrirtæki í heimabyggð geta stutt við samfélag og nærumhverfi, bæði með því að vera virkir þátttakendur í samfélagslegri uppbyggingu og með því að taka mið af þeim sjónarmiðum sem samfélagið byggir á.

Grunnforsendur nærandi ferðaþjónustu eru velsæld og jafnvægi. Fólk, þar á meðal starfsfólk og rekstraraðilar ferðaþjónustufyrirtækja, er órjúfanlegur hluti af náttúrulegu og samfélagslegu samhengi.

Markmiðið er að ferðaþjónustan og gestir hennar hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og að rekstur fyrirtækjanna og framboð þjónustu og afþreyingar stuðli að því að gestir geti nært áfangastaðinn til framtíðar.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér, og við hvetjum ykkur til að fylgjast með komandi tækifærum til þátttöku.

Previous
Previous

Ábyrg Ferðaþjónusta

Next
Next

Hringrásahagkerfið (Circular Economy for Regenerative Tourism – CE4RT)