Tourbit
Tourbit er hreyfiafl stafrænnar umbreytingar í ferðaþjónustu, þar sem smærri fyrirtækjum er veittur stuðningur og þekking til að nýta tæknina til fulls, bæta samkeppnishæfni sína og leggja sitt af mörkum til sjálfbærni og nýsköpunar í greininni.
Áherslur verkefnisins:
Tourbit er verkefni sem hefur það markmið að styðja við stafræn umskipti í ferðaþjónustu og hjálpa smærri fyrirtækjum að hraða stafrænum framförum. Verkefnið býður upp á Digital Acceleration Programme, sem er þróað til að efla stafræna hæfni lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja í Evrópu.
Þjálfunarprógrammið (Digital Acceleration Programme) veitir þátttakendum aðgang að þjálfun og fræðslu, ráðgjöf og stuðningi til að innleiða stafræn tól og lausnir.
Markmiðið er að gera fyrirtækjum kleift að nýta stafræna tækni til að bæta þjónustu sína, auka sýnileika og samkeppnishæfni á markaði. Það er mikilvægt fyrir ferðaþjónustufyrirtæki að fylgja tækniframförum og nýta tækifæri sem stafa af stafrænni þróun.
Tourbit er styrkt af Evrópusambandinu og snýst um að styðja við 62 fyrirtæki í 7 löndum, þar á meðal Íslandi. Verkefnið leggur áherslu á að veita fyrirtækjum ráð og tæki til að hámarka áhrifin af stafrænni umbreytingu með áherslu á sjálfbærni og nýsköpun í ferðaþjónustu.