Sjálfbærni
Sjálfbærni er ekki lengur val heldur nauðsyn fyrir öll samfélög og atvinnulíf, þar með talið ferðaþjónustu. Það þarf að skapa jafnvægi milli félagslegra og efnahagslegra þátta án þess að raska náttúruauðlindum. Fjöldi ferðamanna er ekki sérstakt markmið heldur þarf að skoða alla virðiskeðjuna og tryggja ábyrga framkvæmd. Ferðaþjónusta getur stuðlað að sjálfbærni og hjálpað til við að brúa bil milli þjóða og menningar.